Hugbúnaðarfyrirtækið Orbis Tech, sem var stýrt af og að stærstum hluta í eigu Jörundar Jörundssonar og Ásgeirs Þórs Þórðarsonar, var selt fyrir rúmu ári til bandaríska fyrirtækisins PDI Technologies. Félagið hafði skömmu áður landað samningi við olíurisann Puma Energy og voru langt komnir í viðræðum um risasamning við Shell.

Íslenska eignarhaldsfélag Jörundar og Ásgeirs seldi í Orbis fyrir 2,2 milljarða króna á síðasta ári. Félagið fór með hálfs milljarðs króna hlut í PDI í árslok 2021.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að heildarkaupverðið á Orbis hafi verið nokkuð yfir söluverði eignarhaldsfélagsins og að seljendur eigi auk þess möguleika á frammistöðutengdum greiðslum til næstu ára.

Viðtal við Jörund um sögu Orbis Tech og söluna til PDI má finna í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.