Breska félagið Vyke Communications plc., sem er skráð á AIM-markaðinn í London, lauk á mánudaginn hlutafjárútboði sínu, sem aflaði félaginu 12 milljónum punda eða 1,5 milljarði króna. Hlutaféð var boðið til stofnanafjárfesta og varð veruleg umframáskrift til þess að útboðið var stækkað. Hver hlutur var seldur á 170 pens. Móðurfélag félagsins er nú skráð í Ósló þaðan sem sölu félagsins er stýrt. Upphaf starfseminnar má rekja til íslenska félagsins Maskina ehf. sem var stofnað var af þeim Guðjóni Má Guðjónssyni og Hjálmari Gíslasyni.

Sjá forsíðu Viðskiptablaðsins.