Íslenska leiðtogaþjálfunarprógrammið FINNDU ÞINN X-FACTOR / Discover Your X-Factor var á Evrópuþingi Soroptimista í Berlin Þýskalandi valið besta Leiðtogaþjálfunarprógram ársins 2013.

Í tilkynningu er haft eftir Rúnu Magnúsdóttur, stjórnendamarkþjálfa og höfundar þjálfunarprógramsins, hún hafi sett saman leiðtogaþjálfunina að beiðni Maríu Lóu Friðjónsdóttur verkefnastjóri hjá Sóroptimistaklúbbi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. En klúbburinn vildi bjóða stúlkum sem væru að útskrifast úr framhaldsskólum í Hafnarfirði og Garðabæ uppá að taka þátt í sérstakri leiðtogaþjálfun.

Finndu þinn X-Factor er hugsuð til að efla persónulega hæfni þátttakenda. Þjálfunin gengur útá að leyfa þátttakendum að finna ástríðuna í lífinu, skoða og setja sér skýra framtíðarstefnu, skilja máttinn í sínu eigin hugarfari sem og að uppgötva sína nátttúrulega hæfileika og eiginleika. Að vinnustofunni lokinni bauðst þátttakendum að eiga hlutdeild að sérstökum Mastermind hópum, settir saman til að styrkja við og hvetja hvor aðra til að ná settum markmiðum.