Um mitt sumar 2015 setti Nýherji 25% hlut í Tempo í lokað söluferli en niðurstaðan var sú að fjöldi aðila, bæði innlendir og erlendir, lýsti yfir áhuga á að eignast meirihluta í Tempo. Stjórn Nýherja setti þau söluáform á ís, því sala á meirihluta í Tempo var ekki það sem lagt var upp með.

Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar Nýherja telur nú eðlilegt að fljótlega verði kannað hvort álitlegt sé fyrir Nýherja að endurskoða ákvörðun um sölu og selda hlutdeild á Tempo. Þetta kom fram í ræðu Benedikts á aðalfundi Nýherja. Hann sagði einnig að umhverfið á Íslandi geti verið hamlandi fyrir fyrirtækið og að innri vöxtur fyrirtækisins verði meiri utan Íslands en innanlands.

„Rétt er að ég lýsi þeirri skoðun minni hér, að ég tel eðlilegt að fljótlega verði aftur farið í könnun af þessu tagi. Áætlanir sem kynntar voru fyrir fjárfestum 3 síðastliðið sumar og haust hafa gengið eftir og ljóst að okkar umhverfi kann að vera hamlandi fyrir fyrirtækið, ef það á að ná þeim vexti sem mögulegur er. Því tel ég einsýnt að á næstunni muni vöxtur í starfseminni verða meiri utan Íslands en innanlands. Hér á ég ekki við tekjurnar sem þegar koma nær allar utan Íslands, heldur fyrst og fremst innra starf.“

Hann sagði að fyrirtæki myndi líklega þurfa að koma sér upp fótfestu vestanhafs, en þar hafa einkum komið til skoðunar þrír staðir, Montreal, Boston og San Francisco.