Auglýsingaherferð fyrir Icelandic Glacial vatnið sem er er í eigu Jóns Ólafssonar, virðist eiga að höfða sérstaklega til kjósenda Demókrata og annarra sem líta á sig sem frjálslynda og framsækna í bandarískum stjórnmálum.

Fagna kvenkyns forseta og gagnrýna veggi

Annars vegar fjallar ein auglýsingin um að Ísland hafi verið á undan að kjósa kvenkyns forseta, með kosningu Vigdísar Finnbogadóttur, og klikkir auglýsingin út með að það hljóti eitthvað að vera í vatninu sem gerir það að verkum að við tökum svona framsæknar ákvarðanir.

Önnur auglýsing fjallar um að á Íslandi séu engir veggir, og er auglýsingin augljóst skot á loforð forsetaefnis Repúblikana, Donalds Trump, um að byggja landamæravegg við landamærin við Mexíkó.

Hægt er að sjá myndböndin hér .

Hlýtur eitthvað að vera í vatninu

Einnig hyggst merkið gefa flöskur við landsþing Demókrata sem haldið verður í Fíladelfíu í næstu viku. En merkið hyggst ekki gera uppá milli, við munum einnig gefa vatn til mótmælenda.

„Eftir að hafa rannsakað Íslendinga í stuttan tíma fyrir merkið áttum við okkur fljótt á því að eitthvað væri að gerast á Íslandi. Íslendingar lifa lengst, eru hamingjusamastir og öruggastir, hafa hæsta hlutfall læsis, kusu fyrsta kvenkyns forsetann og svo framvegis. Strax hugsuðum við, Vá, það hlýtur eitthvað að vera í vatninu þarna,“ sagði Gerard Bush, framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni Bush Renz í Míamí í Bandaríkjunum.