Afborganir af erlendum lánum fara vaxandi og er gert ráð fyrir að árið 2015 verði þær, utan afborgana ríkissjóðs, um 8% af landsframleiðslu. Þar munar mestu um afborganir nýja Landsbankans til þess gamla sem verða að meðaltali um 4% af landsframleiðslu á árunum 2015-2018.

Sigríður Benediktsdóttir, sviðsstjóri fjármálastöðgleikasviðs hjá Seðlabanka Íslands, segist hafa trú á að viðráðanlegt samkomulag náist á milli gamla bankans og nýja um afgreiðslu á skuldabréfinu.