Kaupþing, Glitnir og Landsbanki Íslands eru á meðal 14 félaga sem koma ný inn í Dow Jones Stoxx 600 vísitöluna þann 19. mars næstkomandi, samkvæmt upplýsingum greiningardeildar Kaupþings

Kaupþing bendir á að engin önnur íslensk félög eru í vísitölunni. Dow Jones Stoxx 600 samanstendur af stórum, meðalstórum og litlum fyrirtækum í 18 löndum Evrópu. Meðal félaga sem missa sæti sitt í vísitölunni eru Antena 3 Television SA, önnur stærsta sjónvarpsstöð á Spáni, og Stork NV sem meðal annars framleiðir hátæknibúnað til kjötvinnslu, en Marel hefur áhuga á því að kaupa þann hluta rekstrar Stork.