Áhyggjur af veikleikum íslensku viðskiptabankanna þriggja hafa minnkað í kjölfar methagnaðar Glitnis á öðrum ársfjórðungi, segir í frétt Financial Times í dag.

Hagnaður bankanna, sem samanlagt nam rúmlega 90 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins, var yfir væntingum greiningaraðila, en afkoma Glitnis var sérstaklega góð og skilað bankinn methagnaði á fjórðungnum. Hagnaðaraukningin á milli fjórðunga nam 105% á milli ára í 11 milljarða króna á tímabilinu.

Erlendir greiningaraðilar lýstu yfir áhyggjum af krosseignarhaldi og stöðutökum bankanna á hlutabréfamörkuðum fyrr á þessu ári. En góð uppgjör hafa dregið úr áhyggjum margra erlendra aðila af bönkunum, segja sérfræðingar.