Því hefur oft verið haldið fram að gengishagnaður hafi borið uppi hagnað íslensku bankanna en við nánari skoðun sést að það er ekki alls kostar rétt.

Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir koma vel út í samanburði við aðra norræna banka, og raunar stóra breska banka einnig, þegar horft er til hagnaðar þeirra sem hlutfalls af hlutafé og eiginfjárhlutfalls þeirra í fyrra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu sem Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, kynnti á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja en þar benti hann á að meðaltalshagnaður íslensku bankanna fyrir skatta í fyrra hefði numið 24% af eigin fé.

Og eins hefðu þeir allir skilað hagnaði á fjórða ársfjórðungi en sá fjórðungur hefði reynst mörgum erlendum fjármálafyrirtækjum þungur í skauti. „Ef bankarnir eru bornir saman við nokkra norræna banka kemur í ljós að þeir standast fyllilega samanburð,“ sagði Jónas Fr.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .