Forseti Íslands mun afhenda Íslensku bókmenntaverðlaunin 2007 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Athöfnin hefst kl. 16:00.

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru: Einar Már Guðmundsson: Rimlar hugans - Ástarsaga. Útgefandi Mál og menning

Gerður Kristný: Höggstaður. Útgefandi Mál og menning

Sigurður Pálsson: Minnisbók. Útgefandi JPV útgáfa

Sjón: söngur steinasafnarans. Útgefandi Bjartur

Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir: Kalt er annars blóð. Útgefandi: JPV útgáfa Í flokki fræðibóka og bóka almenns eðlis eru: Danielle Kvaran: Erró í tímaröð. Líf hans og list. Útgefandi Mál og menning

Mary Ellen Mark / Ívar Brynjólfsson / Einar Falur Ingólfsson / Margrét Hallgrímsdóttir: Undrabörn/Extraordinary Child. Útgefandi Þjóðminjasafn Íslands

Pétur Gunnarsson: ÞÞ - Í fátæktarlandi. Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar. Útgefandi JPV útgáfa.

Vigdís Grímsdóttir: Sagan um Bíbí Ólafsdóttur. Útgefandi JPV útgáfa

Þorsteinn Þorsteinsson: Ljóðhús. Þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar. Útgefandi JPV útgáfa.