Framboð gistirýma í Reykjavík og nágrenni á gistivefnum airbnb var 137% meira í janúar en í sama mánuði í fyrra og voru alls 1.300 rými í boði. Aukningin á landinu öllu var 133% og voru gistirýmin alls 1.500. Kemur þetta fram í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá airbnb.com má ætla að um 30% gistirýma séu herbergi, 70% íbúðir eða hús. Even Heggernes, framkvæmdastjóri airbnb.com á Norðurlöndum, segir hlutfall notenda síðunnar af íbúafjölda á Íslandi mjög hátt eða um 5%. Skv. því eru notendur hér um 17.000.

Þá segir Birgir Þór Halldórsson forritari, sem stofnaði vefinn samferða.net árið 2005, að frá þeim tíma hafi yfir 71.500 bílferðir verið skipulagðar í gegnum vefinn.