Skáldsaga Bram Stoker, Dracula, kom fyrst út í Bretlandi árið 1897 og er vafalaust í hópi áhrifamestu bóka síðari tíma. Á þriðja hundrað kvikmynda hafa verið gerðar um greifann transylvaníska og heil tegund undirgreinar fantasíubókmennta er tileinkuð vampýrum.

Makt myrkranna
Makt myrkranna
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þarf ekki að fara lengra en í næsta kvikmyndahús og horfa á skelfinguna Twilight: New Dawn til að sjá nýjustu útgáfuna af vampýrugoðsögninni.

Bókin Makt myrkranna er fyrsta þýðingin á bók Stokers sem birtist nokkurs staðar í heiminum. Hefur hún nú verið gefin út að nýju fyrir tilstuðlan Ásgeirs Jónssonar. Hún birtist sem framhaldssaga í hálfs- mánaðarritinu Fjallkonunni á árunum 1899 til 1900 í þýðingu Valdimars Ásmundssonar, ritstjóra Fjallkonunnar. Valdimar er líklega þekktastur nú fyrir að vera eiginmaður Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu.

Í eftirmála með bókinn segir Ásgeir að Makt myrkranna sé dæmigerð neðanmálssaga eða þýdd framhaldssaga, þar sem þýðandinn hefur tekið sér mjög víðtækt skáldaleyfi til að krydda söguna að smekk íslenskra lesenda.

Nánar má lesa um Makt myrkranna í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson
© BIG (VB MYND/BIG)