Náttúra fiskirækt framleiðir eldisbleikju fyrir Bandaríkjamarkað á næsta ári en öll uppskera fyrirtækisins mun fara á lífrænan markað þar í landi. Fyrirtækið er nýlegt og er með bleikjueldi í Þorlákshöfn.

Stefnt er á lífræna framleiðslu og því er að mörgu að hyggja í fiskeldinu.

Ársæll Hreiðarsson, stjórnarformaður Náttúru fiskiræktar, segir eldið ganga vel og er stefnt á fyrstu slátrun í byrjun næsta árs. Hjá Náttúru fiskirækt eru 3 fastir starfsmenn.

Ársæll segir að náttúruleg skilyrði hér á landi séu góð fyrir fiskieldi en Ísland sé samt langt á eftir öðrum löndum. Kröfur fyrirtækja á heilsumarkaði eru mismunandi en fyrirtæki sem framleiða fyrir þennan markað þurfa að uppfylla þær kröfur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.