Nýlega var Rúnar Hreinsson, 22 ára, kosinn formaður nýrra starfsgreinasamtaka í Svíþjóð, Registrars.se. Í samtökunum eru fulltrúar þeirra fyrirtækja sem hafa umboð fyrir skráningar á .se lénum (sbr. .is lén á Íslandi). Rúnar stofnaði internetfyrirtækið Icepage þegar hann var aðeins 14 ára gamall og er það í dag þeim hópi fyrirtækja í Svíþjóð sem hafa verið hvað lengst í skráningum á lénum og hýsingum á heimasíðum. Rúnar flutti með foreldrum sínum til Svíþjóðar árið 1991.

Hlutverk Registrars.se er að vinna að hagsmunamálum meðlimanna og að auka fagmennsku og gæði í lénaþjónustunni í Svíþjóð.

"Það er heiður að vera kosinn fulltrúi starfsgreinarinnar. Svíþjóð hefur náð langt í upplýsingatækni og það að fá að vera með og leiða samtökin er áhugavert verkefni", segir Rúnar Hreinsson.