Reuters fréttastofan fjallaði á vef sínum í kvöld (miðvikudagskvöld) um samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave.

Í fréttinni, sem skrifuð er af Ómari Valdimarssyni, fréttaritara Reuters hér á landi, kemur fram að samþykkt frumvarpsins auki líkur á hraðri inngöngu Íslands í Evrópusambandið auk þess sem það hraði enduruppbyggingu íslenska hagkerfisins.

„The passage of the legislation boosts the country's chances of swift entry to the European Union and of getting its shattered economy back on track,“ segir orðrétt í frétt Reuters.

Þá vitnar Reuters í orð Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra við atkvæðagreiðslu frumvarpsins þar sem haft er eftir Steingrími að sagan muni sýna að rétt sé að samþykkja frumvarpið.

Hér má sjá frétt Reuters.