Greina má spillingu í ríkjum eftir því þjórfé sem viðskiptavinir greiða og samkvæmt því er spillingin meiri eftir því sem algengara er að greiða fyrir viðvik og þjónustu með þessum hætti. Ástæðan fyrir því er sú að fólk býst við því að fá eitthvað aukreitis eftir því sem það greiðir meira.

Þetta eru niðurstöðu rannsóknar sem Magnús Þór Torfason, lektors við Harvard Business School í Bandaríkjunum hefur unnið ásamt fleirum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar á vef greinaheftisins Social Psychological and Personality Science sem sérhæfir sig í grófum dráttum um félagssálfræði.

Fjallað er m.a. um grein Magnúsar í bandaríska stórblaðinu Washington Post .

Í rannsókninni skoðuðu Magnús og meðhöfundar hans greiðslu fyrir eitt og annað, allt frá klippingu og leigubílaakstur, í 32 löndum.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Magnúsar er lítil spilling hér, á Nýja Sjálandi og á hinum Norðurlöndum en mesta spillingin í löndum á borð við Grikkland, Tyrkland, í Argentínu og í Egyptalandi.

Grein Magnúsar