Verkfræðistofan Vista lauk nýverið sinni þriðju ferð til Botswana þar sem hugbúnaður þeirra, Vista Data Vision (VDV) hefur verið settur upp í fjórum mismunandi verkefnum í þremur demanta námum.

Hugbúnaðurinn er notaður til að sýna gögn úr sjálfvirkum veðurstöðvum á svæðinu sem og vatnsþrýstigögn úr stíflunum. „Stíflurnar geyma svokallað slurry slím sem er afgangs vökvi sem verður til við vinnslu demanta og við uppdælingu á grunnvatni tveggja náma, Damtshaa og Karowe.

Fjórar „open pit“ námur eru á svæðinu, stærsta náman heitir Orapa þar sem búið er að grafa tæpan kílómeter ofan í jörðina. Opið á yfirborðinu er sporöskjulaga og er þetta dýpra ofan í jörðina heldur en hæðin á Esjunni yfir sjávarmáli. VDV var sett upp í Orapa námunni 2014,“ segir í tilkynningu frá Vista.

„Skemmtilegt er að segja frá því að næst stærsti demantur heims fannst í Karowe námunni fyrir u.þ.b. ári. Hann er 1111 karöt og var settur á uppboð fyrir ekki alls löngu þar sem hæsta boðið hljóðaði upp á 61 milljón bandaríkjadala en því var ekki tekið því það var lægra en leynt lámarksboð. Eitt karat er 200mg þannig að þessi demantur er rétt rúmlega 200g og er ekki falur fyrir u.þ.b. 7 milljarða króna,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Trukkur í demantanámu í Botsvana
Trukkur í demantanámu í Botsvana
© Aðsend mynd (AÐSEND)