Íslenskt félag í eigu Davíðs Berndsen Bjarkasonar og viðskiptafélaga hans hefur hannað, þróað, framleitt og komið á markað svokölluðum Filt pappír til að mæta þörfum íslenskra munntóbaksnotenda. „Ég sá bara að það voru allir að taka pappír í vörina, sem var að rifna uppi í munninum á fólki. Það var sóðaskapur af þessu,“ segir Davíð í samtali við Viðskiptablaðið.

„Svo fór ég að skoða áhrif pappírs. Pappír sem slíkur er ekki mjög hollur þegar hann leysist upp og fer í blóðrásina. Það eru alls konar aukaefni í honum,“ segir Davíð jafnframt.

Filt-pappírinn er framleiddur úr trefjum, inniheldur ekki óæskileg aukaefni og er handhægari en annar pappír. Hann er seldur í lítilli öskju sem auðveldar notkun og inni í öskjunni er sérstök rúlluvél sem félagið hannaði sjálft. „Við framleiddum vélina heima. Við erum búnir að þróa hana í tvö ár,“ segir Davíð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Breytt flotasamsetning skapar Icelandair sérstöðu.
  • Tveimur árum eftir að tökum lauk á Sumarbörnum er myndin enn ókláruð.
  • Forstjóri Alcoa Fjarðaráls segir nauðsynlegt að fjárfesta í raforkukerfinu.
  • Ítarleg fréttaskýring á máli Seðlabankans gegn Samherja.
  • Skýrsla KPMG um uppbyggingu nýs Landspítala er harðlega gagnrýnd af Samtökum um betri spítala á betri stað.
  • Stóru viðskiptabönkunum hefur gengið vel við að draga úr eignum í óskyldum rekstri.
  • Mikil útgjaldaaukning fylgir fjárlögum ársins 2016.
  • Þriðjungur verkefna úr Startup Reykjavík eru farin að skapa tekjur.
  • Heildsala innfluttra dagvara veltir tugum milljarða á ári hverju.
  • Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í ítarlegu viðtali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Alþýðufylkinguna.
  • Óðinn fjallar um fjárlög.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira.