Íslenskir saltfisksframleiðendur, Íslandsstofa og stjórnvöld hafa að undanförnu staðið fyrir markaðsherferð í Suður-Evrópu með litla eldhúsinu. Litla eldhúsið fór frá Íslandi til Spánar og Portúgal og í eldhúsinu var eldaður saltfiskur fyrir almenning á götum úti.

Spánverjar hafa verið áhugsamir um að nota þessa hugmynd og vilja kynna íslenska saltfiskinn með spænskum bjór.

VB Sjónvarp ræddi við Guðnýju Káradóttur, forstöðumann sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu.