Íslenskur skipstjóri hefur verið handtekinn í Namibíu vegna meintra ólöglegra veiða innan 200 sjómílna landhelgi landsins. Greint er frá þessu á namibíska ríkissjónvarpinu nbc. Arngrímur, sem 67 ára að aldri, dvelur nú í gæsluvarðhaldi.

Skipstjórinn, Arngrímur Brynjólfsson, hefur starfaði um árabil hjá Samherja. Hins vegar kemur ekki fram í fréttinni hvort Arngrímur starfi fyrir Samherja í dag. Fyrirspurn Viðskiptablaðsins til Samherja hefur ekki verið svarað þegar þetta er skrifað.

Fréttastofa RÚV greinir frá því hádegisfréttum að Samherji hafi staðfest fréttaflutning namibískra fjölmiðla um handtöku Arngríms,. Samkvæmt upplýsingum frá Samherja hefur Arngrímur verið látinn laus. Hins vegar kemur fram í frétt Rúv hvort Arngrímur hafi verið starfsmaður Samherja þegar hann var handtekinn.

Arngrímur var handtekinn ásamt rússneskum kollega sínum, Lurri Festison, og komu þeir fyrir rétt í gær. Vegabréf þeirra hafa verið gerð upptæk og þurfa þeir að dvelja í fangaklefa þar til málið verður tekið upp að nýju 30. janúar næstkomandi, nema þeir greiði tryggingu að upphæð 100 þúsund namibískra dollara, jafngildi tæplega einnar milljón króna.

Greint er frá því að verjandi Arngríms hafi sent frá yfirlýsingu þar sem þess er óskað að Arngrímur fá vegabréf sitt afhent svo hann geti heimsótt veika eiginkonu sína.