Íslenskur vinnumarkaður er afar sveigjanlegur, ef miðað er við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í úttekt Viðskiptablaðsins í dag. Ráðningarréttur er tiltölulega sveigjanlegur, þannig að fyrirtæki eiga auðvelt með að ráða starfsfólk og segja því upp. Þau geta því auðveldlega lagað sig að aðstæðum í efnahagslífinu -- brugðist við niðursveiflu með uppsögnum og ráðið nýja starfskrafta ef eftirspurn eykst.

Sveigjanleikinn gerir að verkum að frumkvöðlar eru óhræddari en ella við að nýta sér ýmis tækifæri sem koma upp og fá til liðs við sig starfsfólk til ýmissar starfsemi.

Félagafrelsi á vinnumarkaði er ekki virkt, þótt það sé tryggt í stjórnarskrá, því svokölluð forgangsréttarákvæði eru í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, sem gerir að verkum að starfsfólk utan verkalýðsfélaga þarf að víkja fyrir því sem er innan þeirra. Þá eru opinberir starfsmenn skyldaðir til að greiða fullt gjald til viðkomandi stéttarfélags, þótt þeir séu ekki félagar í því.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.