*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Innlent 3. janúar 2018 18:50

Íslenskur vodki í Costco

Fyrirtækið Icelandic Mountain Spirits hefur komist með vörur sínar í allar verslanir Costco í Bretlandi.

Höskuldur Marselíusarson
Súsana Antonsdóttir, Einar Einarsson, Allfreð Pálsson og Anton Rúnarsson eru meðal þeirra sem standa að Icelandic Mountain Spirits.
Haraldur Guðjónsson

Íslenska fyrirtækið Icelandic Mountain Spirits náði þeim áfanga í síðasta mánuði að koma vörum sínum í sölu hjá Costco í Bretlandi en um er að ræða Mountain Vodka og  Eagle Gin. Að sögn Antons Rúnarssonar framkvæmdastjóra jók fyrirtækið sölu sína mikið á síðasta ári en í desember þegar vörur þess voru settar í hillur verslunarrisans náði salan 20 þúsund flöskum, sem er fjórföldun í sölu á milli mánaða.

Margir Íslendingar hafa eflaust tekið eftir auglýsingu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum þar sem kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem gert hefur garðinn frægan í hlutverki Gregor „Fjallið“ Clegane  úr sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones, kynnir fyrir ferðamönnum sinn eigin vodka.

„Margir átta sig ekki á að Hafþór er mjög klár í markaðssetningu á samfélagsmiðlum enda er hann fyrsti Íslendingurinn sem hefur yfir milljón fylgjendur á Instagram og yfir hálfa milljón á Facebook,“ segir Anton.

„Það hitti svo á fyrir tilviljun að sá sem sér um áfengisinnkaup Coscto í Evrópu var að koma til landsins þegar við hugðumst kynna vörurnar fyrir Costco hérna heima og fengum við fund með honum. Þá kom í ljós að hann hafði séð auglýsinguna og þekkti vöruna og var mjög hrifinn af henni og vildi fá hana inn.“

Hafþór eins og Terry Crews

Anton segir það algengan misskilning að vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson sé fyrirmynd vörunnar þó hann sé talsmaður fyrirtækisins og einn af eigendum. 

„Mountain Vodka er vísun í bergrisann úr landvættunum en markaðsherferðir okkar eru ekki ósvipaðar því þegar Terry Crews gerir óspart grín að sjálfum sér í auglýsingunum fyrir Old Spice, en þeir léku báðir nýlega saman í myndbandi Katy Perry ,“ segir Anton en fyrirtækið hyggst einnig framleiða vörur undir merkjum hinna þriggja landvættanna. 

„Við erum þegar farnir að framleiða og selja gin undir merki arnarins, sem hefur fengið mjög góðar móttökur. Síðan kemur drekinn næst,  sem verður snafs sem er kominn mjög langt í þróunarferlinu. Loks kemur nautið en planið þar er að vera með romm.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Almenningur hegðar sér með öðrum hætti en gerst hefur í fyrri uppsveiflum
  • Fjallað er um stöðu þrotabúa föllnu bankanna
  • Lækkun fasteignaverðs er aðeins raunhæf ef hagkerfið yrði fyrir skell
  • Umfjöllun um árangur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða á árinu 2017
  • Ítarlegt viðtal við Ara Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
  • Tinna Sverrisdóttir og Lára Rúnarsdóttir stofna súkkulaðisetur
  • Konráð S. Guðjónsson nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs er tekinn tali
  • Óðinn er á sínum stað og fjallar húsnæðisverð, kosningar og aldamótakynslóðina
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem er enn í áramótaskapi