Isnic-málinu svokallaða, eða frumvarpið um landslénið .is, verður að öllum líkindum frestað afgreiðslu fram á haust á Alþingi. Samkvæmt Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, er afar ólíklegt að málið nái fram að ganga á lokadögum þingsins þar sem það er enn á frumstigi innan nefndarinnar.

Mikið álag á þinginu og nefndum þess á lokadögum þingsins gerir það að verkum að ekki gefst tími til að klára afgreiðslu málsins.

Ítarlega hefur verið fjallað um málið í Viðskiptablaðinu en forsvarsmenn Isnic eru meðal annars uggandi yfir væntanlegum veltuskatti á fyrirtækið sem boðað er í frumvarpinu sem er til umfjöllunar. Á síðasta ári hefði skatturinn numið um 209 milljónum króna.