Ísraelar tilkynntu fyrr í dag að óbeinar friðarviðræður væru hafnar við Sýrlendinga. Friðarviðræðurnar fara fram í Tyrklandi en þarlend stjórnvöld hafa samþykkt að taka að sér hlutverk sáttasemjara.

Þetta er í fyrsta skipti í átta ár sem þjóðirnar gera tilraun til að ná sáttum. Síðast slitnaði upp úr friðarviðræðum ríkjanna árið 2000, þar sem ekki náðist samkomulag um hversu mikið af Gólanhæðunum Ísraelar væru reiðubúnir að gefa eftir.