Vægi Reykjavíkur og nágrennis er mjög hátt á íslenska hótelmarkaðnum því um 67% allra keyptra gistinátta á landinu eru á höfuðborgarsvæðinu. Túristi greinir frá þessu.

Þar er byggt á tölum frá Hagstofu Íslands þar sem aðeins eru teknar til greina gistingar á hótelum sem eru opin allt árið um kring. Samkvæmt þeim fær landsbyggðin innan við þriðjung af gistingunni.

Bretar eru stærsti hópurinn hér á landi yfir vetrarmánuðina og kjósa þeir mun frekar að gista á höfuðborgarsvæðinu, eða í 77% tilvika. Aftur á móti virðast Ísraelar frekar vilja gista á landsbyggðinni þar sem aðeins þriðjungur þeirra kaupir gistingu í Reykjavík.

Umfjöllun Túrista má lesa í heild sinni hér .