*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 21. nóvember 2013 08:44

Ístak auglýst til sölu

Landsbankinn auglýsir í dag „stærsta og öflugasta byggingarfyrirtæki landsins“ til sölu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Verktakafyrirtækið Ístak hf. er auglýst til sölu í Viðskiptablaðinu í dag og dagblöðunum. Eins og VB.is greindi frá fyrir síðustu helgi hafði Landsbankinn þá ákveðið að söluferlið færi af stað áður en nóvember væri á enda. Landsbankinn eignaðist Ístak í haust þegar E. Pihl & Son, danskt móðurfélag Ístaks, fór í þrot. 

Í auglýsingunni í Viðskiptablaðinu er Ístaki lýst sem einu „stærsta og öflugasta byggingarfyrirtæki landsins með stóran hluta tekna sinna erlendis, aðallega í Noregi, á Grænlandi og í Færeyjum,“ eins og segir í auglýsingunni. Þá segir líka að félagið byggi á 43 ára farsælli sögu, í miklum mannauði og góðu orðspori. 

Frestur til að skila tilboðum er til tólf á hádegi þann 20. desember 2013.