Ístak hf. bauð lægst í breytingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. en stjórn stöðvarinnar óskaði eftir tilboðum í breytingar á 3. hæð norðurbyggingar fyrirtækisins. Útboð þetta var lokað og hafði fjórum aðilum verið boðin þátttaka að undangengnu forvali. Opnun tilboða var í flugstöðinni föstudaginn 13. ágúst 2004, kl. 11:00 og bárust alls 4 tilboð, sem eru eftirfarandi:


Bjóðandi Tilboð

ÞG verktakar ehf. kr. 244.690.095
Eykt ehf. kr. 323.693.550
ÍAV hf. kr. 293.344.931
Ístak hf. kr. 224.520.786

Kostnaðaráætlun var kr. 240.276.693 og því aðeins Ístak sem er með tilboð undir kostnaðaráætlun. Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir eru hluti af stækkunaráformum flugstöðvarinnar.