Verktakafyrirtækið Ístak hefur undirritað tvo samninga um vega- og gangagerð í Noregi fyrir samtals 480 milljónir norskra króna, jafnvirði ellefu milljarða íslenskra króna. Morgunblaðið greinir frá samningunum.

Haft er eftir Kolbeini Kolbeinssyni, framkvæmdastjóra félagsins, að með samningunum sé áætlað að um 60 til 70% af heildarveltu á þessu ári verði vegna verkefna í Noregi. Það er aukning frá fyrra ári þegar velta Ístaks nam um 8,5 milljörðum.