Ístak sem nú vinnur að byggingu vatnsorkuvers norðan við bæinn Sisimiut á vesturströnd Grænlands á nú í samningaviðræðum um byggingu á skóla í höfuðstaðnum Nuuk.

Um er að ræða um 6.000 fermetra skólabyggingu sem Ístak mun væntanlega sjá um að reisa í Nuuk, sem Danir kölluðu lengi vel Godthåb.

Guðmundur Þórðarson staðarstjóri Ístaks segir að viðræður séu nú í gangi. Verkefni verði ef af verður unnið í samstarfi danska fyrirtækið Phil & Sön sem gert hefur samning um bygginguna við opinbera aðila.