Verktakafyrirtækið Ístak segir um 75 starfsmönnum sínum upp um þessi mánaðamót. Samkvæmt upplýsingum frá Kolbeini Kolbeinssyni, forstjóra Ístak, eru þetta um 50 starfsmenn sem eru starfandi hér á Íslandi en um 25 sem eru starfandi í Noregi og í Grænlandi. Fyrirtækið þurfti einnig að segja upp fólki um síðustu mánaðamót og samtals hefur um 100 manns verið sagt upp. Fyrir uppsagnirnar um þessi mánaðamót voru starfsmenn fyrirtækisins um 560.

„Þetta leggst afskaplega illa í mig,“ segir Kolbeinn í samtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að stór hluti starfsmannanna hafi starfað lengi hjá fyrirtækinu. „Þessar uppsagnir eru því mjög þungbærar fyrir okkur,“ bætir hann við

Kolbeinn segir að alla jafna fækki starfsmönnum eitthvað á þessum árstíma. Aftur á móti sé mun fleiri sem missa störf sín núna og meginástæða þess sé sú að Búðarhálsvirkjun sé að klárast og mjög lítið sem taki við af því. Kolbeinn segir að Ístak sé að leita nýrra verkefna í Noregi fá verkefni séu fyrirsjáanleg hér á landi á næstunni. Hann gerir ráð fyrir því að ná í fleiri verk í Noregi þannig að hægt verði að draga eitthvað af þessum uppsögnum til baka.