Landsbanki Íslands ætlar að kynna fyrirkomulag á sölu Ístaks hf. núna í nóvember. Á vef bankans kemur fram að eignarhluturinn nemur 99,9%. Stefnt verður að því að ljúka við sölu á fyrirtækinu á fyrsta fjórðungi næsta árs.

Landsbankinn eignaðist Ístak í haust vegna gjaldþrots danska verktakarisans E. Phil & Søn, móðurfélags Ístaks og var ný stjórn skipuð yfir fyrirtækinu. Þá þegar gerði Landsbankinn grein fyrir því að bankinn hygðist selja fyrirtækið fjárfestum með nauðsynlega þekkingu og fjárfestingargetu eins fljótt og auðið væri.

Rekstur Ístaks hefur reyndar gengið erfiðlega að undanförnu en samtals var yfir eitt hundrað manns sagt upp um mánaðamótin september/október og október/nóvember.