Fulltrúar Ístaks eru að ganga frá samningum um byggingar- og jarðvegsvinnu við virkjun sem verið er að reisa í Noregi. Framkvæmdastjóri Ístaks segir þetta gert til að viðhalda þekkingu og afla verkefna fyrir starfsmenn fyrirtækisins sem ljúka virkjunum við Búðarháls og á Grænlandi í lok ársins. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Virkjunin er í Braskereidfoss fyrir norðan Ósló. Samningsupphæð svarar til 2,4 milljarða íslenskra króna. Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, segir að þótt virkjunin sé ekki stór muni um þennan samning.