Verktakafyrirtækinu Ístaki verður skipt upp í tvö fyrirtæki. Annað verður utan um starfsemi félagsins í Noregi og hitt á Íslandi. Allt hlutfé Ístaks er í eigu Landsbankans, en fram kemur í Morgunblaðinu að ráðist sé í breytingarnar meðal annars til að auðvelda sölu á fyrirtækinu til nýrra eigenda.

Formlegu söluferli á Ístaki lauk í apríl sl. þegar öllum tilboðum sem bárust í fyrirtækið var hafnað af Landsbankanum.Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í samtali við Morgunblaðið að vonir standi til að auðveldara verði fyrir bankann að selja þann hluta starfseminnar sem tilteknir fjárfestar hafa áhuga á.