*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 28. maí 2013 10:48

Istorrent gjaldþrota

Fyrirtæki sem hélt utan um rekstur skráaskiptisíðu var dæmt til að greiða STEF skaðabætur fyrir þremur árum.

Ritstjórn
None

Fyrirtækið Istorrent, sem hélt utan um rekstur skráaskiptisíðunnar Torrent .is, var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Reykjaness 10. maí síðastliðinn. Skiptastjóri hefur verið skipaður yfir þrotabúinu. Hæstiréttur staðfesti í febrúar árið 2010 niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur lögbann á skráaskiptisíðuna og að Istorrent og Svavar Kjarrval Lúthersson, forsvarsmaður þess, væru skaðabótaskyld gagnvart Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). Svavari og Istorrent var jafnframt gert að greiða STEF 700 þúsund í málskostnað.

STEF hafði í nóvember árið 2007 fengið lögbann á síðuna. 

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að skiptastjóri lýsir eftir kröfum í þrotabú Istorrent.