Þjóðartekjur Ítalíu dróust saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi. Er það annar ársfjórðungurinn í röð sem tekjurnar dragast saman, en tekjurnar dróust saman um 0,1% á fyrsta ársfjórðungi. Því ríkir kreppuástand í landinu.

Ítalía sigldi út úr tveggja ára kreppu á fjórða ársfjórðungi 2013 þegar þjóðartekjurnar jukust um 0,1%. Þá hafði kreppa ríkt í landinu frá 2. ársfjórðungi árið 2011.

Atvinnuástandið á Ítalíu er mjög erfitt,. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er í kringum 43,7%.

Ítalía er fjórða stærsta hagkerfi Evrópu, á eftir Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Ítalía er hins vegar í þriðja sæti ef aðeins er litið til evruríkjanna.