Landsframleiðslan á Ítalíu dróst saman um 0,2% á þriðja fjórðungi ársins. Innflutningurinn dróst saman um 1,1%, útflutningur um 1,6%, einkaneysla féll um 0,3% og fjárfestingar drógust saman um 0,8%.

Og útlitið er ekki bjart fyrir þetta þriðja stærsta hagkerfi í Evrópusambandinu: Ítölsk stjórnvöld gera ráð fyrir að verg landsframleiðsla muni dragast saman um 0,4% á næsta ári enda hafa þau boðað harðar niðurskurðaráætlanir í fjármálum hins opinbera, skattahækkanir og niðurskurð á lífeyrisgreiðslum til þess að ná jafnvægi í fjármálum hin opinbera.