Skuldatryggingarálagið á íslenska ríkið hefur haldist mjög stöðugt undanfarna þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af stöðu Ítalíu og Spánar og hækkandi álag á skuldabréf landanna tveggja.  Nú stendur það í 257 punktum.

Álagið á Spán hefur hækkað mikið í sumar, í maí var það 240 pkt. en er nú 418 pkt. Sömu sögu er að segja af álaginu á Ítalíu sem hefur hækkað um 100 pkt í sumar og er 366 pkt.

Athygli vekur hversu mikið álagið á Belgíu hefur hækkað síðustu daga. Það stendur í 226 og nálgast því Ísland hratt.

Löndin þrjú sem þegið hafa neyðarlán Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Grikkland, Írland og Portúgal er kominn í algjöran sérflokk. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er fylgni milli álags þessara landa.

Skuldatryggingarálag 4. ágúst 2011.
Skuldatryggingarálag 4. ágúst 2011.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)