Öldungadeild ítalska þingis samþykkti í dag aðhaldsaðgerðir sem auka eiga tiltrú fjárfesta á landinu. Niðurstaða kosninganna þykir jafnframt auka líkurnar á því að Silvio Berlusconi stigi úr stóli forsætisráðherra fyrir Mario Monti. Almennir þingmenn munu kjósa um aðhaldsaðgerðirnar á morgun.

Meirihluti öldungadeildarþingmanna studdi aðgerðirnar, eða 156. Aðeins 12 voru á móti. Stjórnarandstaðan sat hins vegar hjá.

Samþykki þingmenn aðhaldsaðgerðir mun Berlusconi líklega stíga frá fljótlega í kjölfarið, að sögn Bloomberg.