Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið græna ljósið á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fylgist með áætlun stjórnvalda sem leiða á til hagræðingar í ríkisfjármálum.

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var á leiðtogafundi aðildarríkja ESB í síðustu viku skammaður fyrir það að fara útaf sporinu í ríkisbúskapnum og reynt að skikka hann til að taka sig á, meðal annars hækka aldur fólks til töku lífeyris. Halli á fjárlögum ítalska ríkisins nemur 120% af landsframleiðslu og hefur verið varað við því að það geti fylgt í hæla Grikklands niður í skuldafenið.

Berlusconi átti að mæta á neyðarfund G20-ríkjanna í Cannes í Frakklandi í gær með útpælda áætlun um viðsnúning í ríkisfjármálum. Ítalskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Berlusconi hafi valdið vonbrigðum með því sem var kallað „mini-útgáfa“ af aðgerðaáætlun.

Jose Manueal Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, sögðu báðir í dag að ekki hafi verið þrýst á Ítali að þiggja aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.