Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að gefa frest til greiðslu á afborgunum húsnæðislána í kjölfar útbreiðslu kórónavírusins Covid-19 frá Wuhan í Kína, í landinu.

Nær frestheimildin til landsins alls, en ákveðin héruð í norðurhluta landsis hafa verið sett í sóttkví með ferðabönnum og samkomubönnum. Þess má geta að flestir þeir Íslendingar sem fengið hafa vírusinn og flest smit hér á landi koma frá þessu svæði.

Laura Castelli aðstoðarefnahagsráðherra í ríkisstjórn Ítalíu sagði að frestheimildin næði bæði til heimila og einstaklinga að því er Reuters greinir frá upp úr útvarpsviðtali.

Jafnframt hafa samtök fjármálafyrirtækja í landinu sagt að lítil fyrirtæki og heimili muni fá frestheimildir vegna efnahagslegra afleiðinga útbreiðslu veirunnar.