Á fyrsta fjórðungi þessa árs falla lán ítalska ríkisins upp á 53 milljarða evra á gjalddaga og þar sem enginn afgangur er á fjárlögum landsins þarf það að taka sömu upphæð að láni til þess að standa í skilum. Og það verður ekki ódýrt enda er vaxtakjörin sem Ítalía þarf að sætta sig við mjög svipuð og hjá Grikklandi, Írlandi og Portúgal.

Höfuðvandamál Marios Montis, forsætisráðherra Ítalíu, er því sívaxandi vaxtaútgjöld þar sem hver evra sem tekin er að láni er mun dýrari en hver evra sem greidd er af gömlum lánum. Þar sem hagvöxtur á Ítalíu er enginn þýðir þetta að skuldir landsins vaxa nú mjög hratt að öðtu óbreyttu. “Ef vextirnir halda áfram að vaxa þá getur viðráðanlega staða fljótt breyst í óviðráðanlega stöðu þar sem Ítalía ræður ekki við skuldabakkann,” segir Michael Spence, professor við New York háskólann við Bloomberg.