Bloomberg gerði nýlega úttekt á skilvirkustu ríkjum evrusvæðisins. Útkoman sýndi að meðal 19 evrulanda, er ítalska ríkið óskilvirkast. Í úttektinni var reynt að meta álit fólks á almenningssamgöngum, innleiðingu laga, áreiðanleika hins opinbera og spillingu.

Gögnin sem Bloomberg studdist við, eru úr gagnagrunni Alþjóðabankans. Niðurstaða úttektarinnar var sú að hið opinbera á Ítalíu væri lang óskilvirkast. Þetta er talsverður skellur fyrir þjóðina, þar sem landið er í neðsta sæti og það á eftir Grikklandi. Finnland hlaut aftur á móti hæstu einkunn, en landið er talið til fyrirmyndar á ýmsum sviðum.