*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Erlent 29. maí 2018 15:20

Ítalska stjórnarkrísan skekur hlutabréfamarkað

Óvissu ástand innan ítalskra stjórnmála hefur áhrif á evrópskan hlutabréfamarkað.

Ritstjórn
Stjórnarkrísa ríkir innan Ítalíu þessa dagana

Stjórnarkrísan á Ítalíu er strax farin að hafa mikil áhrif á evrópskan hlutabréfamarkað.

Fjárfestar telja þetta óvissuástand geri hlutabréfamarkaðinn áhættusamari. Markaðurinn hefur því brugðist við þessu ástandi og til marks um það lækkaði gengi hlutabréfa á stærsta hlutabréfamarkaði Ítalíu um 2,7% eftir fréttir gærdagsins. Lækkunin var þó ekki einungis bundin við Ítalíu heldur höfðu þessar fréttir einnig áhrif á gengi breskra, þýskra og franskra hlutabréfa.

Helstu ástæður sem hafa verið nefndar fyrir þessum lækkunum eru vegna möguleikans á því að aftur verði gengið til kosninga á Ítalíu í september nk. Sökum þess óttast margir einnig að flokkar sem eru óhliðhollir ESB muni styrkja stöðu sína í kosningunum.

Aukin eftirspurn eftir ríkisskuldabréfum á Ítalíu hefur einnig þótt gefa það til kynna að fjárfestar séu órólegir yfir gangi mála.