Ítölsku bankarnir UniCredit og Intesa Sanpaolo lögðu samtals um 3 milljarða evra á afskriftarreikninga á 3. ársfjórðungi vegna slæmra lána. Bankarnir tveir eru stærstu bankar landsins.

Hagnaður UniCredit nam 335 milljónum evra sem er viðsnúningur frá um 10,6 milljarða evra tapi á sama tímabili í fyrra. Intesa Sanpaolo hagnaðist um 414 milljónir evra sem er um 21% lægri hagnaður en í fyrra.

Financial Times fjallar um afkomu bankanna í dag og segir fátt benda til þess að það birti til í ítölsku efnahagslífi á næstunni. Fjármálastofnanir haldi áfram að afskrifa háar fjárhæðir vegna lána sem litlar eða engar líkur eru á að endurheimtist. Lán til minni og meðalstórra fyrirtækja eru þau sem helst valda vandræðum.