Ítalskir bankar féllu í verði í morgun eftir að Dow Jones fréttaveitan birti upplýsingar úr bréfi Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands til félaga sinna í þýska þinginu.

Í bréfinu kemur fram sú skoðun fjármálaráðherrans að neyðarsjóður evruríkjanna (EFSF) eigi aðeins að kaupa skuldabréf ríkissjóða á eftirmarkaði við mjög sérstakar aðstæður.

Schaeuble að skuldakrísunni væri ekki lokið þó svo búið sé að útbúa lánapakka fyrir Grikkland.

Unicredit hefur lækkað um 3,5 % í morgun, Intensa Sanpaolo um 6%, Ubi Banca og Banco Popolare  um 5%.