Hagræðingaraðgerðir sem ríkisstjórn Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti í gærkvöldi og stefnt er á að komist í gegnum ítalska þingið í vikunni þykja svo sársaukafullar að þingmenn gátu vart haldið aftur af tárum sínum.

Breska dagblaðið Guardian segir að Elsa Fornero velferðarráðherra hafi brostið í grát þegar hún fór yfir aðgerðirnar í samtali við fjölmiðla og ræddi um fórnir Ítala til að koma hagkerfinu á réttan kjöl.

Vonast er til að aðgerðirnar spari ríkinu 24 milljarða evra, jafnvirði rúmra 3.800 milljarða íslenskra króna. Það jafnast á við næstum þrefalda landsframleiðslu.

Því á að ná fram með hækkun skatta, frystingu lífeyrisgreiðslna, töku ellilífeyris síðan en nú og annarri hagræðingu í ríkisútgjöldum. Ekki verður lagður á einskonar auðlegðarskattur eins og almennt var búist við. Á móti verður lagður á sérstakur eignaskattur.