Ítalski bankinn Monte dei Paschi di Siena skilaði tapi upp á 1,43 milljarða evra í fyrra, jafnvirði 223 milljarða íslenskra króna. Hann hefur nú skilað tapi í að verða tvö ár og vantar aðeins einn ársfjórðung upp á að svo verði raunin. Helsta ástæðan fyrir tapinu er mikil afskrift á lánabók bankans. Það er í samræmi við tiltekt í ítölsku bankakerfi um þessar mundir í aðdraganda álagsprófs evrópska seðlabankans.

Í gær var greint frá miklu tapi UniCredit .

Monte deil Paschi dei Siena er þriðji stærsti banki Ítallíu ef miðað er við stærð eignasafns bankans.

Í umfjöllun um bankann í breska dagblaðinu Financial Times í dag segir að ríkisvæðing vofi yfir bankanum enda tæpt á að hann uppfylli eiginfjárhlutföll.