Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir ítölskum degi á veitingahúsinu Ítalíu á milli kl. 16-18 í dag. Á vef ráðsins kemur fram að inntak dagsins sé að deila reynslu af þjóðunum tveim en Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið hefur fengið einstaklinga með reynslu af búsetu á Ítalíu til að flytja erindi.

Guðjón Rúnarsson, formaður Ítalsk-íslenska viðskptaráðsins, sem búsettur er í Flórens mun opna ráðstefnuna. Þá verða með framsögu þau Tino Nardini frá veitingastaðnum Ítalíu, Steinunn Þorarinsdóttir, myndhöggvari sem búsett er í Bologna, Eva María Þórarinsdóttir sem búsett er í Napolí og Guðni Bragason, fyrrum sendiherra íslands á Ítalíu.

Sjá nánar á vef Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins.