Alþjóðlega tæknifyrirtækið Itera opnaði á dögunum útibú í Reykjavík, en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi. Itera, sem sérhæfir sig í að skapa sjálfbær og stafræn viðskipti, hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Itera vinnur að ólíkum verkefnum fyrir fjölda alþjóðlegra fyrirtækja í gagnafrekum iðnaði. Undanfarin fimm ár hefur Itera verið tilnefnt eitt af mest vaxandi nýsköpunarfyrirtækjum Noregs þvert á atvinnugreinar, en þar vegur þyngst hveru þróað og dreift afhendingarlíkan Itera er þar sem verkefni viðskiptavina eru leyst í þverfaglegum teymum sem vinna þvert á landamæri.

Itera fagnaði nýlega þessum tímamótum á opnunarviðburði með viðskiptavinum, samstarfsaðilum og velunnurum þar sem stjórnendur Itera deildu framtíðarsýn fyrirtækisins um stafræna markaðinn, sjálfbærni og veginn framundan á heimsvísu og á Íslandi.

Það eru yfir 5 ár síðan Itera hóf samstarf með fyrsta viðskiptavininum hér á landi og meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru til dæmis Össur, Landsbankinn og Íslandsbanki.

„Itera leggur mikla áherslu á að gera gæfumuninn á Íslandi með því að ná auknum hraða í grænum umbreytingum. Meginmarkmið Itera er að aðstoða fyrirtæki við að skapa sjálfbær, stafræn viðskipti og með því að nýta tæknilausnir og nýsköpun gerir Itera íslenskum fyrirtækjum kleift að hraða þessari þróun,“ segir í tilkynningu félagsins.

Odd Khalifi, forstöðumaður alþjóðlegrar viðskiptaþróunar hjá Itera:

„Meginmarkmið okkar er að hjálpa fyrirtækjum að búa til sjálfbær, stafræn viðskipti og ná árangri í samræmi við sjálfbæra framtíðarsýn. Með því að nýta tæknilausnir og nýsköpun gerum við íslenskum fyrirtækjum kleift að flýta fyrir þessari þróun.

Slagorðið okkar „Gerðu gæfumuninn“ (e. Make a Difference), vísar til þess að við leggjum okkur fram um að hafa jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækja með því að búa til sjálfbær stafræn fyrirtæki. Við notum þekkingu okkar í tækni, viðskiptum og hönnun til að umbreyta rekstri, vörum og þjónustu viðskiptavina okkar og gera þeim kleift að sjá fyrir og laga sig að framtíðinni. Við erum knúin áfram af tækni og höfum brennandi áhuga á krafti hennar til að skipta máli og gera gæfumuninn. Við hlökkum til að auka umsvif okkar á íslenskum markaði með íslenskum metnaðarfullum viðskiptavinum.“

Í tilefni opnunarinnar skrifuðu Itera og hugbúnaðarfyrirtækið Wise undir samstarfssamning. Með samstarfinu telja fyrirtækin sig geta boðið upp á fjölbreyttara vöru- og þjónustuframboð og tekist á við flókin verkefni.

Jóhannes Helgi Guðjónsson forstjóri Wise:

„Ég sé gríðarleg tækifæri í samstarfi þessara tveggja fyrirtækja og því sem Itera getur fært íslenskum fyrirtækjum þar sem ég hafði mjög góða reynslu að því að vera þeirra viðskiptavinur þegar ég var í hlutverki CIO hjá Össur.

Við hjá Wise leggjum áherslu á að vera lykil byrgi okkar viðskiptavina hérlendis í að leysa þeirra áskoranir. Til að ná því fram munum við nýta styrkleika Itera í blandi við okkar breiða vöruframboð og ráðgjöf. Til að byrja með munum við leggja áherslu á WiseFish sem er lykilvara hjá okkur sem var upphaflega þróuð fyrir íslenskan sjávarútveg en er nú í notkun  í yfir 25 löndum. Okkar samstarf við Itera mun styrkja okkar alþjóðlegu sókn og þá ekki síst á Norðurlöndum“.

Opnunarviðburður Itera á Íslandi
Opnunarviðburður Itera á Íslandi
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Frá opnunarviðburði Itera sem haldinn var á Pedersen svítunni í lok september.