*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 7. mars 2015 20:10

Íþrótt sem hentar öllum

Formaður hjólreiðafélagsins Tinds segir ekkert betra eftir krefjandi dag í vinnunni en að komast út að hjóla.

Ásta Andrésdóttir
Lilja Birgisdóttir, formaður hjólreiðafélagsins Tinds.
Haraldur Guðjónsson

„Með hjólreiðum átt þú kost á að stunda líkamsrækt utandyra og þar fara saman hreyfing og útivera," segir Lilja Birgisdóttir, formaður hjólreiðafélagsins Tinds.

„Það er ekkert betra eftir krefjandi dag í vinnunni en að komast út að hjóla í góðum félagsskap. Hjólreiðar á Íslandi eru líka svo fjölbreyttar með öllu því mismunandi veðri sem landið hefur upp á bjóða. Einnig þori ég að fullyrða að til séu fáir staðir í heiminum þar sem maður getur á innan við 30 mínútum verið kominn í undraland á fjallahjólinu eins og til dæmis Heiðmörk og Reykjadal

Hjólreiðasportið hentar öllum, ekki síst fjölskyldufólki með börn fimm ára og eldri. Allir í fjölskyldunni geta hjólað saman og fram að því er kjörið að notast við stóla og hjólakerrur svo að allir geti verið með. Við hjá Tindi leggjum mikla áherslu á að bjóða eitthvað fyrir alla; síðasta sumar héldum við keppni fyrir yngstu meðlimina en þar var keppt á sparkhjólum. Markmið okkar er að efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt og gaman er að segja frá því að við erum fyrsta félagið sem hefur, með dyggum stuðningi styrktaraðila, eignast fyrsta atvinnuhjólreiðamann Íslands, Ingvar Ómarsson.“

Félagslegi þátturinn skiptir miklu þegar félag af þessu tagi er annars vegar.

„Margir skrá sig í Tind fyrst og fremst út af félagsskapnum,“ segir Lilja. „Við leggjum mikið upp úr því að hjá okkur sé gaman en um leið bjóðum við krefjandi æfingar. Innan félagsins hafa orðið til margir vinahópar og fólk hittist gjarnan fyrir utan æfingar félagsins."

ánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.